Fara í efni  

Einn af stćrstu brautskráningarhópum í VMA frá upphafi

Einn af stćrstu brautskráningarhópum í VMA frá upphafi
Baldvin Ringsted međ nokkrum brautskráningarnemum.

Í dag hefur veriđ hátíđleg stemning í VMA ţegar brautskráningarnemendur hafa fengiđ skírteini sín afhent. Ţessi útskrift fer í sögubćkurnar fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi vegna ađstćđna sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapađ, sem gerđi ţađ ađ verkum ađ vegna fjöldatakmarkana var ekki unnt ađ hafa brautskráninguna í Menningarhúsinu Hofi eins og venja er, í öđru lagi er ţessi brautskráning ein sú allra stćrsta í 36 ára sögu VMA, ef ekki sú stćrsta, og í ţriđja lagi hafa aldrei fleiri verknemar fengiđ afhent brautskráningarskírteini í sögu skólans eđa 114. Heildarfjöldi brautskráđra í dag er 191 nemandi međ 218 skírteini af 34 námsbrautum.

Í desember sl. brautskráđi VMA 69 nemendur og ţví hafa 260 nemendur veriđ brautskráđir frá VMA á ţessu skólaári.

Sviđsstjórarnir Harpa Jörundardóttir, Ómar Kristinsson og Baldvin B. Ringsted afhentu brautskráningarnemum skírteini sín í dag.

Harpa Jörundardóttir er sviđsstjóri starfsbrautar og brautabrúar. Hér eru myndir frá afhendingu Hörpu á skírteinum nemenda á starfsbraut.
Ómar Kristinsson er sviđsstjóri sjúkraliđabrautar og stúdentsprófsbrauta. Hér afhendir Ómar nemendum skírteini sín.
Baldvin B. Ringsted  er sviđsstjóri verk- og fjarnáms. Hér sést hann afhenda skírteini til nemenda í dag.

Hér eru fleiri myndir sem voru teknar í VMA í dag viđ afhendingu brautskskráningarskírteinanna.

-----

Afhending brautskráningarskírteina er ađeins fyrri hálfleikur ţví á morgun, laugardag, kl. 10:00 verđur brautskráningarhátíđ VMA voriđ 2020 send út á youtuberás VMA í gegnum heimasíđu skólans - www.vma.is

Tímasetning útsendingarinnar er hin sama og hefđi veriđ á brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi.

Brautskráningarhátíđin verđur blanda af töluđu máli (brautskráningarrćđa skólameistara, sviđsstjórar kynna brautskráningarnema, brautskráningarnemar flytja ávörp og brugđiđ verđur á leik á léttum nótum. Ekki má gleyma tónlistinni, bođiđ verđur upp á tónlistaratriđi af ekki lakari taginu - ţar sem bćđi nemendur og kennarar skólans koma viđ sögu o.fl.

Brautskráningarnemendur og fjölskyldur ţeirra og miklu fleiri ćttu ađ gefa sér tíma kl. 10 í fyrramáliđ til ţess ađ horfa á brautskráningarhátíđina. Hlekk á útsendinguna verđur ađ finna á heimasíđu VMA - www.vma.is


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00