Fara í efni

Eilítil erótík á krossviðarplötu

Dagbjört Guðjónsdóttir við mynd sína.
Dagbjört Guðjónsdóttir við mynd sína.
Dagbjört Guðjónsdóttir, nemandi á listnámsbraut, fer eilítið ótroðnar slóðir í listsköpun sinni í mynd vikunnar. Mynd hennar, sem hefur ekkert eiginlegt nafn, er unnin með akríl á krossviðarplötu.

Dagbjört Guðjónsdóttir, nemandi á listnámsbraut, fer eilítið ótroðnar slóðir í listsköpun sinni í mynd vikunnar. Mynd hennar, sem hefur ekkert eiginlegt nafn, er unnin með akríl á krossviðarplötu.

„Mér leiðist heldur að vinna með striga og því ákvað ég að velja þessa leið, að vinna myndina á krossviðarplötu,“ segir Dagbjört, sem er úr Eyjafjarðarsveit og stefnir á að ljúka námi að tæpu ári liðnu, í desember 2015.

Hún segir að í stórum dráttum hafi myndin orðið þannig til að mamma hennar hafi gefið sér nokkur klámfengin póstkort frá því um 1930, eða í það minnsta þóttu þau klámfengin í þá daga, og út frá þeim hafi myndefnið orðið til.

„Ég hef alltaf teiknað mikið og því því langaði mig til þess að prófa þetta. Og síðan hef ég lengi haft áhuga á því að verða myndmenntakennari í framtíðinni,“ segir Dagbjört.