Fara í efni

Dimmision 2018 - dagur brautskráningarnema

Glaðbeitt að morgni síðasta vetrardags.
Glaðbeitt að morgni síðasta vetrardags.

Á síðasta vetrardegi var heldur betur líf og fjör í VMA. Veturinn kvaddi með sunnanþey og hlýindum og það kunnu brautskráningarnemar vel að meta og nutu dagsins í hvívetna á árlegri dimission.

Nemendur tóku daginn snemma í gærmorgun og fóru um Akureyri á opnum vögnum kl. hálf sjö. Áður en lagt var af stað bauð skólinn þeim upp á rjúkandi heitt kakó og kleinur. U

Um áttaleytið var aftur safnast saman við VMA og að loknum fyrsta tíma hittust nemendur - jafnt brautskráningarnemar sem aðrir nemendur skólans - og kennarar saman í Gryfjunni og var þar efnt til leikja. Tekist var á í reiptogi, kappáti, eggjahlaupi og sjómanni. Að lokinni skemmtidagskrá í Gryfjunni lá leið brautskráningarnema inn á kennarastofu þar sem þeirra beið morgunkaffi og skúffukaka og kleinur.

Að sjálfsögðu var Hilmar Friðjónsson kennari vel með á nótunum og tók fullt af myndum. Ólafur Larsen lagði honum lið í morgunsárið. Hér má sjá myndirnar þeirra félaga:

Ólafur Larsen - myndaalbúm 1
Hilmar - myndaalbúm 2
Hilmar - myndaalbúm 3
Hilmar - myndaalbúm 4
Hilmar - myndaalbúm 5