Dimmisio í dag
30.04.2025
Eins og vera ber hefur verið líf og fjör í VMA í dag enda dimmisio – dagur brautskráningarnema, bæði þeirra sem útskrifast núna í maí og einnig þeirra sem útskrifast í desember nk. Nemendur eiga sviðið í dag, bregða á leik í búningum af ýmsum toga og skemmta sér.
Þeir tóku daginn snemma og voru mættir í skólann mun fyrr en venjulega. Sumir heilsuðu upp á kennara sína snemma í morgun og áttu skemmtilega stund með þeim en aðal dagskráin var í Gryfjunni þar sem brugðið var á leik í hinum ýmsu leikjum og þrautum þar sem m.a. nemendur og starfsmenn skólans leiddu saman hesta sína. Eins og venja er til var síðan boðið upp á hressingu á kennarastofunni.
Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar í dag.