Fara í efni

Davíð Ingi gleymdist!

Davíð Ingi Guðmundsson, silfurverðlaunahafi.
Davíð Ingi Guðmundsson, silfurverðlaunahafi.
Síðastliðinn laugardag afhenti Iðnaðarmannafélagið í Reyjavík við hátíðlega athöfn viðurkenningar til nemenda á öllu landinu fyrir afburða árangur á sveinsprófum á árinu 2013. Í frétt hérna á heimasíðunni kom fram að fjórir VMA-nemar hlytu slíkar viðurkenningar en af ýmsum ástæðum týndist nafn fimm VMA-nemans, Davíðs Inga Guðmundssonar, milli skrifstofa í Reykjavík og því var hans ekki getið í þeim upplýsingum sem fengust hjá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík um hátíðina sl. laugardag. Davíð Ingi hlaut sem sagt silfurverðlaun fyrir hæsta sveinspróf á landinu í rafvirkjun á síðasta ári.

Síðastliðinn laugardag afhenti Iðnaðarmannafélagið í Reyjavík við hátíðlega athöfn viðurkenningar til nemenda á öllu landinu fyrir afburða árangur á sveinsprófum á árinu 2013. Í frétt hérna á heimasíðunni kom fram að fjórir VMA-nemar hlytu slíkar viðurkenningar en af ýmsum ástæðum týndist nafn fimm VMA-nemans, Davíðs Inga Guðmundssonar, milli skrifstofa í Reykjavík og því var hans ekki getið í þeim upplýsingum sem fengust hjá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík um hátíðina sl. laugardag. Davíð Ingi hlaut sem sagt silfurverðlaun fyrir hæsta sveinspróf á landinu í rafvirkjun á síðasta ári.

Svo skemmtilega vill til að frá árinu 2009 hefur Davíð Ingi kennt nemendum í rafvirkjun og rafeindavirkjun hér í VMA. Hann lauk um tvítugt rafeindavirkjun og síðar fór hann í rafiðnfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann setti síðan punktinn yfir i-ið með því að taka sveinspróf á síðasta ári í rafvirkjun, með þeim árangri er að framan greinir. Hann hlaut einkunnina 9,3 sem er meðaltal sex einkunna í bæði skriflegum og verklegum prófþáttum. Davíð Ingi var því vel að viðurkenningu frá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík kominn, eins og hinar fjórir VMA-nemarnir Dýri Bjarnar Hreiðarsson í húsasmíði, Eyþór Halldórsson í húsgagnasmíði, Jóhanna Eyjólfsdóttir í hársnyrtiiðn og Sveinbjörg Jana Aðalsteinsdóttir í hársnyrtiiðn.
Öllum þessum fimm nemendum er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur.