Fara í efni

Dagskrá jafnréttis- og mannréttindaviku í VMA 31. október - 4. nóvember

Jafnréttisvika verður í VMA 31.okt.-4.nóv. 2016
Jafnréttisvika verður í VMA 31.okt.-4.nóv. 2016

Í næstu viku, dagana 31. október til 4. nóvember, verður efnt til jafnréttis- og mannréttindaviku í VMA. Boðið verður upp á kvikmyndasýningar, fyrirlestrar verða haldnir og tónlist flutt. Eftirfarandi er dagskrá vikunnar:

 

31. okt – MÁNUDAGUR

09:40 Gryfjan: Sigríður Huld, skólameistari, ræðir við nemendur um jafnréttisstefnu skólans og verkefni sem skólinn er að taka þátt í með Jafnréttisstofu.

12:00 – 13:00 – M-01: Kalli (fyrrum nemandi á starfsbraut VMA) og Kári aðstoðarmaður hans segja frá lífi Kalla og samskiptum hans með aðstoð tölvu. - ath. tímasetningu.

13:15 – M-01: Rauði krossinn með kynningu á starfi sínu með sérstakri áherslu á þau verkefni sem við getum tekið þátt í.

14:45 – M-01: Heimildamynd

 

1. nóv – ÞRIÐJUDAGUR

08:15 – D-15: Heimildamynd um börn í stríði og umræður

09:40 – Gryfjan: Örn Smári syngur

11:25 M-01: Hinsegin Norðurland

13:15 – M-01: Jafnréttisstofa

20:00 – Kaffi Ilmur: Feministafélög VMA og MA spjalla (allir velkomnir)

 

2. nóv – MIÐVIKUDAGUR

09:40  Gryfjan: Vala syngur

09:55 – M-01: Fyrirlestur Zane frá Alþjóðaskrifstofu Akureyrar

11:25  - Fyrirlestur frá Húðflúrstofu Norðurlands – líkamsímynd, staðalmyndir og fordómar

13:15 – M-01: Fyrirlestur Magnúsar frá Amnesty

 

3. nóv – FIMMTUDAGUR

08:15 – D-15: Heimildamynd um barnaþrælkun og umræður

09:40 – Gryfjan: Söngatriði úr Litlu hryllingsbúðinni

11:25 – Bókasafn: Leshringur

13:15 – M-01: Þjónandi leiðsögn – Kiddi Torfa

20:00 – M-01: Bíó og popp

 

4. nóv – FÖSTUDAGUR

09:40 – Gryfjan:  Eitthvað á milli nemenda og kennara

09:55 – M-01: Fyrirlestur Hildar Friðriksdóttur um hrelliklám

12:50 – Gryfjan: Slútt