Fara í efni  

Býr sig undir heimsmeistaramót

Býr sig undir heimsmeistaramót
Börkur Guđmundsson fer á heimsmeistaramót í júlí.
Verkefni Barkar Guđmundssonar, sem er útskrifađur rafvirki frá VMA, í júlí í sumar er sannarlega spennandi, en ţá tekur hann fyrir Íslands hönd ţátt í heimsmeistaramóti iđngreina í rafvirkjun. Börkur tók í mars í fyrra ţátt í Íslandsmóti iđngreina í rafvirkjun, fyrir hönd VMA, og gerđi sér lítiđ fyrir og vann ţá keppni – og um leiđ tryggđi hann sér farseđilinn á heimsmeistaramótiđ á komandi sumri.

Verkefni Barkar Guðmundssonar, sem er útskrifaður rafvirki frá VMA, í júlí í sumar er sannarlega spennandi, en þá tekur hann fyrir Íslands hönd þátt í heimsmeistaramóti iðngreina í rafvirkjun. Börkur tók í mars í fyrra þátt í Íslandsmóti iðngreina í rafvirkjun, fyrir hönd VMA, og gerði sér lítið fyrir og vann þá keppni – og um leið tryggði hann sér farseðilinn á heimsmeistaramótið á komandi sumri.

Börkur Guðmundsson er tvítugur Húsvíkingur. Að loknum grunnskóla tók hann fyrsta framhaldsskólaárið í Framhaldsskólanum á Húsavík, en fór síðan í VMA, því hann hafði löngu áður ákveðið að læra rafvirkjun.

„Sannast sagna hef ég ekki hugmynd um af hverju ég var strax ungur að árum staðráðinn í því að verða rafvirki. Forfeður mínir eru meira og minna allir smiðir og því er ekki hægt að segja að þeir hafi haldið rafvirkjuninni að mér.  En það kom sem sagt ekkert annað til greina en að fara í rafvirkjun hér í VMA og ég sé ekki eftir því. Eftir grunnnámið stóð valið um að fara í rafvirkjun eða rafeindavirkjun og ég valdi rafvirkjunina. Námið hér er víðtækt og tekur til fjölmargra þátta og ég heyri frá þeim sem til þekkja að það þyki mjög gott,“ segir Börkur, en hann lauk náminu í rafvirkjun í desember sl. og núna á vorönn bætir hann við sig einingum í VMA til þess að ljúka stúdentsprófinu.

Sem fyrr segir var Börkur fulltrúi VMA í rafvirkjun á Íslandsmóti iðngreina sl. vetur og voru níu keppendur frá skólum um allt land. Börkur sigraði keppnina, sem fólst í því að leysa tvö verkefni, annars vegar í heimilisrafmagni og hins vegar rafstýringu, og tryggði sér farseðilinn til Leipzig í Þýskalandi í sumar á heimsmeistaramót iðngreina. Þar verða auk Barkar þrír íslenskir keppendur – í pípulögnum, grafískri miðlun og hárgreiðslu.

Börkur hefur nýverið fengið í hendur teikningu af rafstýringu, sem er hluti af því sem hann þarf að leysa á heimsmeistaramótinu í sumar. Framundan eru stífar æfingar, því Börkur hefur mikinn metnað til þess að standa sig vel á mótinu.

„Auðvitað er þetta frábært tækifæri fyrir mig. Það verður virkilega gaman að taka þátt í þessu, maður gerir þetta bara einu sinni á ævinni,“ segir Börkur, en hann er nú þegar búinn að fara á einn fund þar sem keppendurnir og þeir sem koma til með að fara  með þeim til Þýskalands bera saman bækur sínar og stilla saman strengi fyrir keppnina í sumar.

Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðna í VMA, segir mjög ánægjulegt að Börkur hafi náð þessum árangri og skólinn sé stoltur af því að eiga hann sem fulltrúa Íslands á heimsmeistamótinu í sumar. Óskar Ingi segir að VMA hafi lagt töluverða áherslu á þátttöku á Íslandsmóti iðngreina í rafvirkjun, enda veiti hún þátttakendum kærkomið tækifæri til þess að takast á við krefjandi verkefni.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00