Fara í efni  

Búið að velja í hlutverk í Lísu í Undralandi

Búið að velja í hlutverk í Lísu í Undralandi
Þannig leit Lísa út í Disneymyndinni árið 1951.

Það er heldur betur mikið að gerast í leiklistinni í VMA. Í síðustu viku var Djúpið, stuttverk Emblu Bjarkar Hróadóttur, formanns Leikfélags VMA, frumsýnt. Og framundan eru fyrstu samlestrar og skipulagning æfingatímans á stóra viðfangsefni Leikfélags VMA í vetur, Lísu í Undralandi, sem er áætlað að frumsýna í febrúar 2022.

Mikill áhugi var á því að taka þátt í uppfærslunni og komu tæplega fjörutíu manns í prufur. Nú liggur fyrir val leikstjóra á þrettán leikurum í nítján hlutverk í sýninguna. Leikararnir eru auðvitað aðeins lítill hluti þeirra sem koma að sýningunni því svo ótal margt annað þarf að gera – sviðsmynd, búninga, hár, tækni- og ljósamál, leikskrá o.fl.

Eftirfarandi er listi leikara í sýningunni:

Kormákur Rögnvaldssonhvíta kanínan
Eyrún Arna IngólfsdóttirLísa
Úrsúla Nótt Siljudóttir - kennari og kálormur
Rannveig Lilja Ólafsdóttirundravera
Sandra  Hafsteinsdóttirdrekktu mig flaskan, lífvörður og kúkabjalla
Emilía Marín Sigurðardóttirborðaðu mig kakan, lífvörður 2 og kúkabjalla 2
Agnar Sigurðarsonglottköttur
Vala Alvilde Berg – Laddi-damm
Emma Ósk BaldursdóttirLaddi-dí
Sigríður Erla Ómarsdóttir hjartadrottning
Rökkvi Týr Þorvaldssonhattarinn
Svavar Máni Geislasonmarshérinn
Anna Birta Þórðardóttirsyfjumús og ráðgjafi

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.