Fara í efni

Bugsý Malón - síðasta útkall - seinni sýningarhelgi!

Úr sýningu Leikfélags VMA á Bugsý Malón.
Úr sýningu Leikfélags VMA á Bugsý Malón.

Framundan er síðari helgi sýninga á Bugsý Malón í uppfærslu Leikfélags VMA. Tvær sýningar eru að baki, frumsýningin sl. föstudagskvöld og önnur sýning sl. sunnudagskvöld. Um komandi helgi verða seinni tvær sýningar á verkinu í Menningarhúsinu Hofi, annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og síðasta sýningin verður nk. sunnudagskvöld, 17. febrúar.

Sýningunni hefur verið framúrskarandi vel tekið, hún þykir vel gerð og fjörleg og því prýðilega góð kvöldskemmtun. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til að leggja leið sína í Hof og sjá þessa fínu sýningu. 

Hér er sala aðgöngumiða á sýningarnar um helgina.