Fara í efni

Breytingar á stundatöflum

Töflubreytingar verða með breyttu sniði frá og með haustönn 2015. Nemendur fara til sviðsstjóra og sækja um breytingar og/eða tilkynna úrsagnir skriflega hjá þeim. Farið verður yfir umsóknir um töflubreytingar daglega og þeim hafnað eða þær samþykktar eftir atvikum og nemendum gerð grein fyrir niðurstöðunni í tölvupósti.

Opið verður fyrir töflubreytingar frá miðvikudegi 19. ágúst til föstudags 21. ágúst frá kl. 9 til kl. 15. Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar um töflubreytingar sem hanga uppi í Gryfjunni og við skrifstofuna og koma undirbúnir til sviðsstjóra.

- ATH! Nauðsynlegt er að nemendur sé með stundatöflu með sér því, öðruvísi verður ekki tekið við umsóknum.

Útskriftarnemar fara einnig til sviðsstjóra en þurfa ekki að skila inn skriflegum beiðnum heldur munu fá úrlausn sinna mála á staðnum.