Fara í efni

Breyting á upphafi haustannar 2020 - information in English below

Við lifum sannarlega á óvissutímum - Áður boðaðri seinkun á upphafi skólaárs þarf því miður að breyta - aftur.

Skólabyrjun hefur verið breytt með eftirfarandi hætti:

Nýnemar (fæddir 2004 eða 2005) verða boðaðir í skólann fimmtudaginn 20. ágúst. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða birtar eftir helgi. Eitt foreldri má koma með barni sínu í skólann þennan dag. Gert er ráð fyrir viðveru í ca 1,5-2 klst. og mögulega þurfum við að taka á móti nýnemum á mismunandi tímum. 

Föstudaginn 21. ágúst verður nýnemadagur og verða nánari upplýsingar veittar eftir helgi um fyrirkomulag þess dags. 

Eldri nemendur (fæddir 2003 eða fyrr) sem hafa ekki áður verið í VMA verða boðaðir á fund mánudaginn 24. ágúst kl. 8.30. Nánari upplýsingar um skipulag fundarins verður tilkynnt síðar. 

Kennsla samkvæmt stundaskrá og því skipulagi sem verður í gildi, hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 9.55. 

Nemendum sem búa á heimavist er bent á upplýsingar á heimasíðu heimavistar varðandi móttöku nemenda þar. 

Foreldrafundur sem vera átti þann 17. ágúst fellur niður en ég mun boða foreldrafund þegar aðstæður leyfa. Við munum koma upplýsingum til foreldra áður en skólastarf hefst, með tölvupósti eða með annarri hjálp tækninnar. 

Við erum þegar búin að finna fyrir því að þurfa að bregðast við breytingum þar sem búið var að boða breytt upphaf skólaárs fyrr í vikunni en nú þurfum við aftur að fresta og breyta skólabyrjun. Til að undirbúa okkur sem best þarf tíma. Kennarar og stjórnendur eru að undirbúa skipulag kennslunnar sem getur verið með ýmsum hætti og í takti við þær sóttvarnareglur sem munu gilda á hverjum tíma. Kennsla í áföngum getur verið með mismunandi hætti. Það þarf að huga að fjöldatakmörkunum í rýmum og sumir áfangar verða einhver blanda af fjarnámi og staðnámi meðan aðrir geta verið nær eingöngu staðnám eða fjarnám, allt eftir eðli áfanga og fjöldatakmörkunum hverju sinni. Nemendur fá nánari upplýsingar varðandi fyrirkomulag kennslu þegar nær dregur skólabyrjun. 

Við höfum það að markmiði að nýta þær heimildir sem sóttvarnareglur gefa á hverjum tíma til að hafa nemendur í húsi eins og kostur er.

Nemendur sem finna fyrir kvefeinkennum eða öðrum einkennum Covid-19 eru beðnir um að koma alls ekki i skólann án þess að hafa samband við heilsugæsluna. 

Við verðum að sýna samstöðu, þolinmæði og seiglu til að takast á við breytt skólastarf. Við getum þetta saman og munum að við erum öll almannavarnir. 

Velkomin í VMA á nýju skólaári og gangi okkur vel í vetur. 

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari

English

To students of VMA autumn 2020.

Because of Covid-19 we now expect classes to start a few days later than we planned. We are working on a new plan for the school term with the safety and well- being of students as our first priority.

New students born 2004 or 2005 (nýnemi) will be called in to meet their supervising teacher (umsjónarkennari) on Thursday 20th of August. Students will be informed via email when further information becomes available after the weekend.  

Friday 21st of August will also be a day only with our new students. Students will be informed via email when further information becomes available after the weekend.  

Students born 2003 and before, and are studying at VMA for the first time will be called to the school on Monday 24th of August at 8.30. Students will be informed via email when further information becomes available after the weekend.  

We will start classes according to schedule on Monday 24th of August at 9.55.

At this moment we still do not know if courses will be taught at school or online, or some sort of mixture of both. Students will be informed regarding teaching methods after the weekend. 

Welcome to VMA. We will do our best to keep on going with students' studies, in relation to restrictions placed upon all of us by the pandemic. 

Stay safe and remember to stay at home if you have Covid-19 symptoms. 

Sigríður Huld Jónsdóttir, principal