Fara í efni

Brekkuskólakrakkar í heimsókn

Kátir sjöundu bekkingar á listnámsbraut VMA.
Kátir sjöundu bekkingar á listnámsbraut VMA.

VMA tekur því fagnandi þegar nemendahópar úr grunnskólum óska eftir að koma í heimsókn í skólann og fá innsýn í það fjölbreytta starf sem hér er. 

Í dag komu nemendur úr 7. bekk Brekkuskóla á Akureyri og með þeim nokkrir starfsmenn skólans í heimsókn í VMA og fengu kynningu á skólanum. Leiðsögumenn um skólann voru Ómar Kristinsson sviðsstjóri stúdentsbrauta og námsráðgjafarnir Svava Hrönn Magnúsdóttir og Helga Júlíusdóttir.

Það var mjög ánægjulegt að fá krakkana í heimsókn og er þeim þakkað kærlega fyrir komuna.