Fara í efni  

Bréf til bjargar lífi - mannréttindi skipta máli

Bréf til bjargar lífi - mannréttindi skipta máli
Elísabeth Ása (t.v.) og Ţórkatla.

Ţví fleiri undirskriftir og raddir, ţví meiri líkur eru til ţess ađ stjórnvöld í viđkomandi löndum láti lausa samviskufanga sem sumir hafa veriđ í fangelsum árum saman án dóms og laga. Ţetta voru skilabođ Ţórkötlu Haraldsdóttur, sjálfbođaliđa Amnesty International á Íslandi, ţegar hún ávarpađi nemendur í VMA í Gryfjunni sl. ţriđjudag. Ţórkatla hefur veriđ virkur sjálfbođaliđi samtakanna síđustu fjögur ár og setiđ í ungliđahreyfingu samtakanna. Hún kynnti fyrir nemendum VMA átakiđ Bréf til bjargar lífi sem er alheimsátak og gengur út á ađ fá fólk til ţess ađ skrifa nöfn sín undir áskorun til stjórnvalda um allan heim til ţess ađ leysa úr haldi samviskufanga. Ţórkatla hvatti nemendur í VMA til ţess ađ leggja sitt af mörkum til ţess ađ efla mannréttindi í heiminum og skrifa nöfn sín inn á heimasíđu Amnesty International. Um leiđ er ţetta landskeppni framhaldsskólanna. Annars vegar er keppt um hvađa framhaldsskóli skráir flesta nemendur og hins vegar hvađa skóli skráir hlutfallslega flesta miđađ viđ fjölda nemenda í skólanum. Ţetta er árleg keppni og voru Menntaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu á Höfn efstir á blađi á síđasta ári.

Ţórkatla Haraldsdóttir tók fyrsta áriđ sitt í framhaldsskóla í VMA veturinn 2013-2014. Hún fór síđan suđur yfir heiđar og fór á leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garđabć og lauk náminu sl. vor. Nú er hún komin aftur norđur og er á fyrsta ári í sálfrćđinámi í Háskólanum á Akureyri. Hún segist á sínum tíma hafa starfađ í Ungmennaráđi Akureyrar og í framhaldinu hafi hún eftir krókaleiđum fariđ ađ starfa sem sjálfbođaliđi fyrir Amnesty International á Íslandi ţegar hún flutti suđur til náms. Hún segir ađ starf sjálfbođaliđans sé fjölbreytt, felist m.a. í ţví ađ safna undirskriftum í átakinu Bréf til bjargar lífi, vinna ađ jafningjafrćđslu, frćđa fólk um starfsemi Amnesty og efla umrćđu um mannréttindamál.

Í Gryfjunni hitti Ţórkatla m.a. fyrir frćnku sína, Elísabethu Ásu Heimisdóttur, nemenda í VMA og kynningarstjóra Ţórdunu. Elísabeth segist eins og Ţórkatla frćnka hennar lengi hafa haft áhuga á og fylgst međ mannréttindamálum í heiminum. Ţetta sé mikilvćgt málefni sem varđi alla, unga sem aldna.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00