Fara í efni  

Brautskráningunni verður streymt - Brautskráning VMA í Hofi 20. desember kl. 16:00

Brautskráningunni verður streymt - Brautskráning VMA í Hofi 20. desember kl. 16:00
Brautskráningin verður í Hofi 20. desember kl. 16.

Hér er hlekkur á streymi á brautskráningu

Brautskráning Verkmenntaskólans á Akureyri verður í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þriðjudaginn 20. desember og hefst hún kl. 16:00.

Heildartala brautskráningarnema er 92 (102 skírteini), sem skiptist á brautir sem hér segir:

Rafvirkjun – 12 (þar af 4 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Vélstjórn – 2 (1 með B-réttindi og 1 með D-réttindi+stúdent)
Viðbótarnám til stúdentspróf að loknu iðnnámi - 1
Iðnmeistarar – 27
Matartækni – 7
Bifvélavirkjun - 9 (þar af 3 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Félags- og hugvísindabraut (stúdentspróf) - 7
Fjölgreinabraut (stúdentspróf) - 11
Íþrótta- og lýðheilsubraut (stúdentspróf) - 2
Listnáms- og hönnunarbraut - myndlistarlína (stúdentspróf) - 7
Náttúruvísindabraut (stúdentspróf) - 1
Viðskipta- og hagfræðibraut (stúdentspróf) - 1
Sjúkraliðabraut – 5 (þar af 2 með viðbótarnám til stúdentsprófs)

Sem fyrr segir hefst brautskráningarathöfnin í Hofi kl. 16:00. Útskriftarnemendur mæti á aðra hæð í Hofi eigi síðar en kl. 15.40. Á sama tíma verður opnað fyrir gesti í Hamraborg. Sæti eru ekki númeruð en hver nemandi má taka með sér 6-7 gesti. Ekki þarf að sýna miða við inngang eins og áður hafði verið auglýst. 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.