Fara í efni  

Brautskráning VMA í Hofi í dag - einn af stærstu brautskráningarhópum í sögu skólans

Brautskráning VMA í Hofi í dag - einn af stærstu brautskráningarhópum í sögu skólans
Brautskráningin hefst í Hofi kl. 17:00.

Brautskráning VMA í dag, föstudaginn 26. maí, verður fjölmenn, ein af þeim stærstu í tæplega fjörutíu ára sögu skólans. Brautskráningin hefst kl.17:00 í Menningarhúsinu Hofi. 

Heildartala brautskráningarnema er 183 en fjöldi skírteina er 209. Við lok haustannar brautskráðust 93 nemendur sem þýðir að á þessu skólaári er heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá VMA 276. 

Vakin er athygli á því að í hópi brautskráningarnema eru 9 verðandi framreiðslumenn - þeir fyrstu í þessari atvinnugrein sem VMA brautskráir.

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.