Fara í efni

Brautskráning í Hofi kl. 10:00 laugardaginn 19. desember - beint streymi frá athöfninni

Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi
Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi

Brautskráning verður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 19. desember í Menningarhúsinu Hofi og hefst athöfnin kl. 10:00. Streymt verður frá brautskráningunni og er hlekkur á útsendinguna hér.

Vegna sóttvarnareglna verður brautskráningin með öðru sniði en áður. Takmarkanir á fjölda fólks í rými gera það að verkum að einungis brautskráningarnemar – auk nokkurra starfsmanna VMA - verða viðstaddir athöfnina. Ekki er unnt að heimila aðstandendum brautskráningarnema og öðrum gestum að vera viðstaddir brautskráninguna. Grímuskylda er á brautskráningarathöfninni.

Sem fyrr segir verður streymi á netinu frá brautskráningunni. Sviðsstjórarnir Ómar Kristinsson og Baldvin Ringsted afhenda nemendum skírteini. Ávörp flytja Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari, Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari og Steinar Logi Stefánsson, nýstúdent. Í útsendingunni verða sýnd atriði, unnin af nemendum og starfsmönnum skólans.

Að þessu sinni útskrifast 94 nemendur frá VMA.

Af stúdentsprófsbrautum útskrifast 38 nemendur:

Félags- og hugvísindabraut - 4
Fjölgreinabraut - 16
Íþrótta- og lýðheilsubraut – 6
Listnáms- og hönnunarbraut – 4
Náttúruvísindabraut – 2
Sjúkraliðabraut - 3 (útskrifast einnig sem stúdentar)
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu sjúkraliðanámi – 1
Viðskipta- og hagfræðibraut – 2

Af verknámsbrautum útskrifast 56 nemendur:

Hársnyrtiiðn – 1
Húsasmíði – 13
Matreiðsla – 1
Matartækni – 9
Rafvirkjun – 10
Stál-/blikksmíði – 1
Vélvirkjun – 1
Vélstjórn – 1
Iðnmeistarar – 13
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu iðnnámi - 6

Vegna framangreindra fjöldatakmarkana verða brautskráningarnemar í þremur hópum. Fyrsti hópurinn mætir í Hof kl. 09:40 og kemur sér fyrir í sætum í Hamraborg, stóra salnum í Hofi. Lögð er áhersla á persónulegar sóttvarnir og undirstrikað mikilvægi fjarlægðarmarka í sal. Sæti hvers brautskráningarnema verður merkt með nafni.

Annar hópurinn mætir í Hamra (minni salurinn) í Hofi kl. 10:05 og verður honum vísað inn í Hamraborg þegar lokið verður við brautskráningu fyrsta hópsins. Þriðji hópurinn mætir í Hamra í Hofi kl. 10:35 og verður honum vísað inn í Hamraborg að lokinni brautskráningu hóps 2.

Brautskráningarnemar ganga inn um vesturinngang Hamraborgar og að lokinni brautskráningu ganga þeir út um austurinngang salarins. Í Nausti, í anddyri við austurinnganginn, tekur ljósmyndari myndir af hverjum brautskráningarnema. Gengið er út úr Hofi að sunnan, ekki um aðalinngang að norðan.

Skipting brautskráningarnema á brautskráningarhópana þrjá er sem hér segir:

Hópur 1:
Nemendur á félags- og hugvísindabraut, fjölgreinabraut og íþrótta- og lýðheilsubraut.

Hópur 2
Nemendur á listnáms- og hönnunarbraut, náttúruvísindabraut, sjúkraliðabraut, viðskipta- og hagfræðibraut, hársnyrtiiðn og húsasmíði.

Hópur 3
Nemendur í matreiðslu, matartækni, rafvirkjun, stál-/blikksmíði, vélstjórn, vélvirkjun og iðnmeistarar.