Fara í efni

Brautskráning í Hofi í dag

Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi.
Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi.
Í dag kl. 17 verður brautskráning 169 nemenda frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi. Gert er ráð fyrir að brautskráningin taki um tvær klukkustundir.

Í dag kl. 17 verður brautskráning 169 nemenda frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi. Gert er ráð fyrir að brautskráningin taki um tvær klukkustundir.

Brautskráningin verður í Hamraborg, stóra salnum í Hofi, og verður unnt að tryggja þremur gestum sæti á hvern útskriftarnema, en auk þess geta þeir sem vilja fylgst með brautskráningunni á tjaldi í Hömrum, minni salnum í Hofi, sem rúmar um 300 manns.

Sem fyrr segir verða 169 nemendur brautskráðir með 192 skírteini, en töluverður fjöldi útskrifast með iðn- eða starfsnám ásamt stúdentsprófi.  Brautskráðir verða 108 stúdentar af félagsfræða-, náttúrufræða-, listnámsbraut- og viðskipta- og hagfræðibraut. Einnig verða brautskráðir 38 iðnnemar, þar af 3 kjötiðnaðarmenn, 3 matartæknar, 6 bifvélavirkjar, 10 húsasmiðir, 2 húsgagnasmiðir, 5 rafvirkjar og 9 stálsmiðir.  Brautskráðir verða 9 sjúkraliðar og 8 af starfsbraut. Þá verða brautskráðir 13 vélstjórar og 14 meistarar, sem hafa tekið sitt nám að stærstum hluta í gegnum fjarnám.