Fara í efni

Brautskráning í Hofi á morgun

Á morgun, laugardaginn 23. maí, verða 123 nemendur brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akurreyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi. Brautskráningin hefst kl. 10.

Auk brautskráningarræðu Hjalta Jóns Sveinssonar, skólameistara VMA, verða tónlistaratriði í höndum nemenda VMA og einnig munu tveir brautskráningarnemar flytja ljóð og ávarp. Þá verður ávarp fulltrúa 30 ára útskriftarnema VMA.

Þeir 122 nemendur sem munu útskrifast á morgun fá afhent 145 skírteini, sem þýðir að nokkrir nemendur eru að útskrifast af fleiri en einni námsbraut við skólann.

Skipting útskriftarnema er sem hér segir:
79 stúdentar, 7 sjúkraliðar, 10 af starfsbraut, 29 iðnaðarmenn, 5 vélstjórar og 10 úr meistaranámi.

Nákvæmari skipting er eftirfarandi:
18 af félagsfræðabraut
3  af viðskipta- og hagfræðibraut
17 af listnámsbraut  (1 á tónlistarkjörsviði, 4 á hönnunar- og textílssviði og 12 á myndlistarkjörsviði)
7 af náttúrufræðibraut
6 sjúkraliðar, þar af 4 einnig stúdentar
7 stúdentar að loknu sjúkraliðanámi (4) eða af íþróttabraut (3). 
10 af starfsbraut
5 blikksmiðir,  þar af 2 einnig stálsmiðir
5 bifvélavirkjar
1 húsgagnasmiður
5 húsasmiðir
2 rafvirkjar
4 stálsmiðir
1 vélvirki
8 stúdentar að loknu iðnnámi
5 vélstjórar