Fara í efni

Brautskráning frá VMA í Hofi 24. maí

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri
Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri
142 nemendur verða brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á morgun, laugardag, og fer brautskráningin fram í Menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 10:00. Brautskráningarnemendur eru beðnir að mæta kl. 09:15.

142 nemendur verða brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á morgun, laugardag, og fer brautskráningin fram í Menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 10:00. Brautskráningarnemendur eru beðnir að mæta kl. 09:15.

Skipting brautskráningarhópsins er sem hér segir: Stúdentar 98, matartæknar 6, sjúkraliðar 9, iðnaðarmenn 21, vélstjórar 8, starfsbraut 13 og meistarar 9. Útgefin skírteini eru 164, sem þýðir að nokkrir nemendur útskrifast af fleiri en einni námsbraut.

Nokkrir af þeim nemendum sem útskrifast á morgun fóru á sínum tíma í gegnum svokallaða matsönn og ljúka námi á þremur árum. Þessir nemendur tóku á sínum tíma nokkrar einingar í grunnfögum í VMA jafnframt því sem þeir luku námi í tíunda bekk í sínum skóla. Með því móti höfðu þeir þegar lokið nokkrum einingum þegar þeir settust á skólabekk í VMA og þannig náð að flýta fyrir sér í nám. Í hópi þessara svokölluðu matsannarnemenda eru tvíburar úr Skagafirði.

Að sögn Svövu Hrannar Magnúsdóttur, námsráðgjafa, eru alltaf fleiri og fleiri nemendur sem ljúka námi frá VMA á skemmri tíma en fjórum árum – margir eftir þrjú ár eða þrjú og hálft ár. Svava Hrönn segir að til þess að ná þessu nýti nemendur sér vel kosti áfangakerfisins.