Fara í efni

Brautskráning í dag kl. 17 í Hofi

Brautskráningin verður að venju í Hofi.
Brautskráningin verður að venju í Hofi.

Í dag, fimmtudaginn 21. desember, útskrifast 100 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 17.

Af 100 brautskráningarnemum útskrifast 49 með stúdentspróf, 8 sjúkraliðar, 7 iðnmeistarar og 36 af tæknisviði  - bifvélavirkjun (1), matartæknabraut (13), húsasmíði (1), múrsmíði (1), rafeindavirkjun (7), rafvirkjun (11), vélstjórn (1) og vélvirkjun (1). 

Sex nemendur útskrifast með tvö skírteini og því verða afhent 106 skírteini við brautskráninguna í dag.

Í það heila útskrifast þessir 100 brautskráningarnemendur af sautján námsleiðum/námsbrautum.