Fara í efni

Brautskráning á laugardag - æfing í Hofi kl. 12 á föstudag

Rösklega hundrað nemendur verða brautskráðir frá VMA nk. laugardag í Menningarhúsinu Hofi og hefst brautskráningin kl. 10:00.

Æfing vegna brautskráningarinnar verður í Hofi á morgun, föstudag, kl. 12:00. Brautskráningarnemendur eru beðnir að mæta á þá æfingu.

Húfur útskriftarnema eru til afhendingar á skrifstofu skólans í dag, fimmtudag, og á morgun. Skrifstofan er opin kl. 08:00 til 15:00 báða dagana.

Af 110 útskriftarnemum eru 30 af samfélagsgreinasviði - þ.e. félagsfræðabraut og viðskipta- og hagfræðibraut, 25 af tæknisviði, 13 af listnámsbraut, 1 af starfsbraut, 32 nemendur af raungreinasviði og 9 fjarnámsnemendur.