Fara í efni

Brautabrúarnemendur í árlegu jólaboði

Heitar og ilmandi vöfflur voru m.a. á boðstólum.
Heitar og ilmandi vöfflur voru m.a. á boðstólum.

Það er orðinn fastur liður að nemendur á brautabrú setji punktinn yfir i-ið í lok kennslu á haustönn með því að koma saman með kennurum og fá sér eitthvert góðgæti. Þetta árlega jólaboð var í dag í Þrúðvangi, sal matvælabrautar, og þar var öllum boðið upp á nýbakaðar vöfflur og möffins.

Kennararnir Íris Ragnarsdóttir, Valgerður Dögg Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Ari Hallgrímsson og Edda Björk Kristinsdóttir lögðu hönd á plóg við jólaboðið.

Hilmar Friðjónsson var með myndavélina á lofti og tók nokkrar myndir.