Fara í efni

Bragðarefur brautskráningarnema í Listasafninu

Það er fastur liður í lok hverrar annar að brautskráningarnemar á listnáms- og hönnunarbraut VMA sýni lokaverkefni sín í Listasafninu á Akureyri. Svo verður einnig nú. Á morgun, laugardaginn 4. maí kl. 15, verður opnuð sýning á verkum sautján brautskráningarnema og ber hún yfirskriftina Bragðarefur / Mix-In. Á sama tíma verður opnuð í Listasafninu sýning sjö nemenda við Myndlistaskólann á Akureyri sem ber yfirskriftina Sjónmennt 2024.

Bragðarefur / Mix-In er afrakstur vinnu brautskráningarnema núna á vorönn. Með leiðbeinendum sínum hafa nemendur unnið verk frá hugmyndastigi og upp í fullmótað verk sem gefur að líta í Listasafninu. Verkin eru fjölbreytt og ólík; málverk, skúlptúrar, myndbandsverk, fatnaður, mynsturgerð o.fl.

Sem fyrr segir sýna sautján nemendur verk sín að þessu sinni. Þeir eru:

Myndlistarlína:
Erik Birkir Ólason,
Hemmi Ósk Baldursbur
Hrafnkell Myrkvi Þórðarson
Kara Líf Antonsdóttir
Klara Bergmann Hauksdóttir
Minna Kristín Óskarsdóttir
Rökkvi Týr Þorvaldsson
Stefán Páll Þórðarson
Svanhvít Líf Bjarnadóttir
Úrsúla Nótt Siljudóttir

Fata- og textíllína:
Alexandra Kolbrún Gísladóttir
Birna Karen Sveinsdóttir
Elísabet Ýr Jóhannesdóttir
Guðmundur Tawan Víðisson
Hafdís Rún Heiðarsdóttir
Karen Líf Sigurbjargardóttir
Margrét Rún Stefánsdóttir

Formleg opnun Bragðarefs / Mix-In verður sem fyrr segir á morgun, 4. maí, kl. 15 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin verður síðan opin til 12. maí, kl. 12-17 alla daga. Leiðbeinendur við undirbúning og uppsetningu sýningarinnar hafa verið kennararnir Arna G. Valsdóttir, Helga Björg Jónasardóttir og Véronique Legros.