Fara í efni  

Boðið upp á nám í rafvirkjun fyrir vélfræðinga á vorönn 2022

Boðið upp á nám í rafvirkjun fyrir vélfræðinga á vorönn 2022
Nám í rafvirkjun fyrir vélfræðinga býðst á vorönn.

Á vorönn 2022 býður VMA upp á nám í rafvirkjun fyrir vélfræðinga. Um er að ræða dreifnám, þ.e. kennsla verður bæði í námslotum og fjarnámi. Kennsla hefst í janúar 2022.

Þetta nám hefur áður verið í boði í VMA, síðasti námshópur (12 nemendur) brautskráðist sl. vor.

Inntökuskilyrði er að hafa lokið D-réttindum vélstjórnar.

Námið tekur fjórar annir í skóla auk samningstíma og sveinsprófs til þess að öðlast starfsréttindi í rafvirkjun.

Í vélstjórnarnámi sínu í VMA taka nemendur á annan tug áfanga sem á einn eða annan hátt tengjast rafmagni. Vélfræðingar hafa því lokið fjölda eininga upp í fullgilt nám rafvirkja.

Það segir sína sögu að rafvirkjun er þriggja ára nám í skóla auk starfsþjálfunar en rafvirkjanámið sem VMA býður upp á fyrir vélfræðinga er, sem fyrr segir, fjórar annir. Í raun þurfa vélfræðingar einungis að bæta við sig átta áföngum í rafvirkjun til þess að ljúka skólanáminu í faginu.

Hægt er að sækja um þetta nám á vef Menntamálastofnunar. Sjá hér.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.