Fara í efni  

Björg Eiríksdóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2018

Björg Eiríksdóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2018
Björg og aðrir sem hlutu viðurkenningar í dag.

Björg Eiríksdóttir, myndlistarkona og kennari við listnáms- og hönnunarbraut VMA, var í dag útnefnd bæjarlistamaður Akureyrarbæjar 2018. Þetta var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu. Í frétt á vef Akureyrarbæjar um útnefninguna og afhendingu annarra viðurkenninga segir m.a.: "Á starfslaunatímanum mun Björg einbeita sér að nýrri einkasýningu sem hún hefur þróað í dágóðan tíma og á rætur að rekja til meistaraprófsrannsóknar hennar, þar sem fjallað var um samskipti manna við umhverfið sitt í gegnum skynjun líkamans."

Hér er frétt á vef Akureyrarbæjar um útnefningu Bjargar sem bæjarlistamanns og aðrar viðurkenningar sem voru afhentar í dag. Á meðfylgjandi mynd, sem Ragnar Hólm Ragnarsson tók á Vorkomunni í dag, er Björg með öðrum sem fengu viðurkenningar og forsvarsmönnum Akureyrarstofu.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.