Fara í efni

Bjó til "forfallasíðu"

Upplýsingasíða Hauks í snjallsíma í gær.
Upplýsingasíða Hauks í snjallsíma í gær.
„Notagildi síðunnar kom vel í ljós í morgun. Þegar ég kíkti inn á síðuna snemma í morgun kom í ljós að kennarinn sem átti að kenna mér í fyrsta tíma var forfallaður,“ segir Haukur Hlöðversson, nemandi á viðskiptabraut VMA, sem hefur sett upp vefsíðu þar sem koma inn upplýsingar um þá kennara sem eru forfallaðir þann daginn. Einnig geta þeir símaeigendur sem eru t.d. með iPhone sett upp web app í síma sína til þess að fá þessar upplýsingar.

„Notagildi síðunnar kom vel í ljós í morgun. Þegar ég kíkti inn á síðuna snemma í morgun kom í ljós að kennarinn sem átti að kenna mér í fyrsta tíma var forfallaður,“ segir Haukur Hlöðversson, nemandi á viðskiptabraut VMA, sem hefur sett upp vefsíðu þar sem koma inn upplýsingar um þá kennara sem eru forfallaðir þann daginn. Einnig geta þeir símaeigendur sem eru t.d. með iPhone sett upp web app í síma sína til þess að fá þessar upplýsingar.

Að morgni dags birtist í upplýsingakerfi skólans hvaða kennarar eru forfallaðir þann daginn og við þessar upplýsingar er síðan bætt eftir því sem líður á daginn. Upplýsingar um forföll kennara á hverjum degi eru hluti af upplýsingasíðu VMA sem er hægt að nálgast hér á heimasíðunni en Haukur Hlöðversson, sem er mikill tölvugrúskari, vildi ganga lengra og lagðist því í grúsk. „Ég fór að skoða þetta vegna þess að mig vantaði að geta fengið þetta beint í símann minn. Ég var að leita að einhverri auðveldri lausn. Niðurstaðan var að setja upp einfalda vefsíðu, sem er tengd við upplýsingakerfi skólans, þar sem er einungis að finna upplýsingar um hvaða kennarar eru forfallaðir á hverjum degi," segir Haukur.
Hér er hægt að fara inn á síðuna. Unnt er að komast inn á vefsíðuna í öllum snjallsímum og þar að auki geta þeir sem eiga t.d. iPhone sett upp web app til þess að nálgast þessar upplýsingar. Síðan er á allan hátt á ábyrgð Hauks og hann sér um vistun hennar.

Til þess að nálgast web app í iOS:

1. Opna vefsíðuna í Safari og ýta á takkann sem sýnir kassa og ör upp úr honum.
2. Velja þar "Add To Home Screen".
3. Ýtið á "Add" upp í hægra horninu og þá ætti að verða til icon á Home Screen.