Fara í efni

Bjarney Anna með tónleika á Akureyri Backpackers í kvöld

Bjarney Anna Jóhannesdóttir, nemandi á listnámsbraut VMA, verður með tónleika á Akureyri Backpackers við Hafnarstræti í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Bjarney Anna notar listamannsnafnið Sockface og spilar og syngur frumsamin lög.

Bjarney Anna Jóhannesdóttir, nemandi á listnámsbraut VMA, verður með tónleika á Akureyri Backpackers við Hafnarstræti í kvöld kl. 20.30. Bjarney Anna notar listamannsnafnið Sockface og spilar og syngur frumsamin lög.

Frá unga aldri hefur Bjarney Anna, sem er Akureyringur, fædd 1992, hneigst til listsköpunar. Hún hefur samið sögur, lög og texta, teiknað og málað. Hún hefur gefið út plötu með eigin lögum og textum sem hún mun m.a. flytja efni af á tónleikunum í kvöld.