Fara í efni  

Bjarki Viđarsson gerđi ţađ gott međ U-17 landsliđi Íslands

Bjarki Viđarsson gerđi ţađ gott međ U-17 landsliđi Íslands
Bjarki Viđarsson í ćfingatreyjunni í Rússlandi.
Bjarki Viđarsson, nemandi á fyrsta ári í VMA, var í U-17 landsliđshópi Íslands í knattspyrnu sem gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi sinn riđil í forkeppni Evrópumóts landsliđa. Ţar međ tryggđi liđiđ sér sćti í milliriđli Evrópumótsins ţar sem kemur í ljós hvort liđiđ nćr alla leiđ í úrslitakeppnina.

Bjarki Viðarsson, nemandi á fyrsta ári í VMA, var í U-17 landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn riðil í forkeppni Evrópumóts landsliða. Þar með tryggði liðið sér sæti í milliriðli Evrópumótsins þar sem kemur í ljós hvort liðið nær alla leið í úrslitakeppnina.

Riðillinn var spilaður í Rússlandi og var þriðji og síðasti leikur Íslendinga gegn heimamönnum í gær og  sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. Áður hafði íslenska liðið gert 3-3 jafntefli við Asera og unnið Slóvaka 4-2. Sigurinn á Rússum í gær tryggði Íslendingum sigurinn í riðlinum og þar með sæti í milliriðli.

Þessir leikir í Rússlandi voru fyrstu leikir KA-piltsins Bjarka Viðarssonar í landsliðstreyju Íslands. Hann spilaði seinni hálfleik fyrsta leiksins gegn Aserum í stöðu hægri bakvarðar og síðan allan leikinn í sömu stöðu gegn bæði Slóvökum og Rússum og skilaði sínu af stakri prýði.

Annar leikmaður úr KA, Ólafur Hrafn Kjartansson, var í þessum U-17 landsliðshópi Íslands í Rússlandi, en vegna meiðsla kom hann ekki við sögu í leikjunum þremur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00