Fara í efni

Bjarkey Sif Sveinsdóttir sigraði Söngkeppni VMA 2013

Bjarkey Sif með bróður sínum og móður.
Bjarkey Sif með bróður sínum og móður.
Bjarkey Sif Sveinsdóttir sigraði í Söngkeppni VMA sem haldin var í gærkvöld í Gryfjunni að viðstöddu fjölmenni. Bjarkey, sem flutti lagið If I aint‘t got you með miklum glæsibrag, verður því fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor. Í öðru sæti urðu þær Anna og Nanna með rapplagið Look at me now og Snæþór Ingi varð í þriðja sæti með lagið Song for you. Þær Anna og Nanna fengu sérstaka viðurkenningu fyrir bestu sviðsframkomu kvöldsins.

Bjarkey Sif Sveinsdóttir  sigraði í Söngkeppni VMA sem haldin var í gærkvöld í Gryfjunni að viðstöddu fjölmenni.  Bjarkey, sem flutti lagið If I aint‘t got you með miklum glæsibrag, verður því fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor. Í öðru sæti urðu þær Anna og Nanna með rapplagið Look at me now og Snæþór Ingi varð í þriðja sæti með lagið Song for you. Þær Anna og Nanna fengu sérstaka viðurkenningu fyrir bestu sviðsframkomu kvöldsins.

Umgjörðin um söngkeppnina í gærkvöld var öll hin glæsilegasta. Hljómsveitin sem lék undir hjá mörgum flytjendum þétt og flott, hljómburðurinn mjög góður og Gryfjan stappfull af fólki. Og það skorti ekkert á stemninguna, hún var virklega góð.

Í dómnefnd Söngkeppninnar voru þau Wolfgang Frosti Sahr, Erna Gunnarsdóttir og Hjalti Jónsson, en öll eru þau starfsmenn VMA og jafnframt tónlistarmenn.  Erna Gunnarsdóttir hafði á orði þegar hún tilkynnti úrslitin að oft hafi hún verið viðstödd Söngkeppni VMA, en hún þyrði óhikað að fullyrða að þetta væri albesta keppnin til þessa. Óskaði hún öllum þátttakendum og gestum til hamingju með frábært kvöld.

Bjarkey Sif er 17 ára Akureyringur. Hún hóf nám á almennri braut VMA núna um áramótin. „Þetta var frábært og kemur mér skemmtilega á óvart.  Það má eiginlega segja að ég hafi sungið síðan ég fæddist og áhuginn á söng hefur alltaf verið að aukast. Núna fer ég reglulega í söngtíma hjá Heimi Ingimarssyni,“ segir Bjarkey Sif, sem óhikað má segja að sé með mikil tónlistargen í æðum. Til marks um það eru tveir í hópi bestu popptónlistarmanna landsins, söngvarinn Friðrik Ómar og trommarinn Halli Gulli, móðurbræður hennar. 

Bjarkeyjar bíður það verðuga verkefni að syngja fyrir hönd VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna og og hún á örugglega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni á öðrum vígstöðvum á tónlistarbrautinni. Hún er bara rétt að byrja.

Á meðfylgjandi mynd er Bjarkey Sif með móður sinni, Aðalbjörgu Guðrúnu Hauksdóttur, og bróður, Hauki Henriksen.