Fara í efni

Bjarkey Sif á svið Íþróttahallarinnar í kvöld

Bjarkey Sif er klár í slaginn í kvöld.
Bjarkey Sif er klár í slaginn í kvöld.
Bjarkey Sif Sveinsdóttir, sem sigraði í Söngkeppni VMA í vetur, verður fulltrúi skólans í forkeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Tólf atriði komast áfram í lokakeppnina, sem verður send út í beinni útsendingu úr Íþróttahöllinni annað kvöld.

Bjarkey Sif Sveinsdóttir, sem  sigraði í Söngkeppni VMA í vetur, verður fulltrúi skólans í forkeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Tólf atriði komast áfram í lokakeppnina, sem verður send út í beinni útsendingu úr Íþróttahöllinni annað kvöld.

Bjarkey Sif sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna með laginu If I aint‘t got you og hún syngur sama lag í forkeppninni í kvöld, en þar keppa fulltrúar þrjátíu framhaldsskóla af öllu landinu. Það má því fastlega búast við að margt verði um manninn á Akureyri um helgina.

„Það leggst mjög vel við mig að taka þátt í forkeppninni í kvöld og vonandi tekst mér að komast áfram í lokakeppnina, í það minnsta er það takmarkið,“ segir Bjarkey Sif.

Sem fyrr segir komast tólf atriði áfram í úrslitakeppnina á laugardagskvöldið – eða ríflega þriðjungur atriðanna. Keppnin verður send út í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöldið og hefst útsendingin kl . 19.40.

Það verður í mörg horn að líta fyrir Bjarkeyju Sif í dag því bæði verður fyrsta og eina æfingin í Íþróttahöllinni með hljómsveit og síðan rennsli á allri keppninni, áður en sjálf keppnin hefst kl. 19.00