Fara í efni

Bingógleði í byggingadeildinni

Bingóspenntir nemendur rýna í símana.
Bingóspenntir nemendur rýna í símana.

Nemendur og kennarar í byggingadeildinni settu punktinn yfir i-ið í kennslu annarinnar í hádeginu sl. föstudag með því að efna til bingós. Allir nemendur í deildinni á þessari önn, grunndeildarnemar, 2. árs nemar í húsasmíði, nemendur í múriðn og nemendur í kvöldskóla í húsasmíði höfðu rétt til þátttöku. Prýðileg þátttaka var í bingóinu og var hluti þátttakenda á staðnum en aðrir, m.a. þeir sem eru í vinnu á ýmsum vinnustöðum utan skólans, gátu tekið þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

Þetta er í annað skipti sem efnt er til bingós í annarlok í byggingadeildinni og er óhætt að segja að frábærlega vel. hafi tekist til. Eins og vera ber var spennan mikil þegar bingóstjórinn Jóhann Þorsteinsson þuldi upp tölurnar. Og hreint ekki að ástæðulausu því vinningarnir vvoru ekki af lakara taginu. Fyrirtæki sýndu enn einu sinni í verki höfðinglegan stuðning við byggingadeildina og nemendur hennar með glæslegum vinningum. 

Eftirtalin fyrirtæki gáfu vinninga í bingóið: 

Þór hf. - 18 volta Makita borvél með tveimur rafhlöðum, veglegu aukahlutasetti og fimm Makita derhúfum
Verkfærasalan - 18 volta Milwaukee borvél með rafhlöðu + 5 m málband + skrúfbitasett
Sindri - buxur + skyrta
Húsasmiðan - búkki + sporjárn
Byko - batterísljós + Bluetooth hátalari
Flügger - 10 l málning - gjafabréf
BM Vallá - hamar + múrskeið + handsög + hallamál
Ferrozink - höfuðljós
Würth - 5 dúkahnífar + málband + gleraugu
Ellingsen - sokkar
Útisport - húfa