Fara í efni

Bifröst og haust-/vetrarfrí

Helgi magri og Þórunn hyrna.
Helgi magri og Þórunn hyrna.

Engin kennsla er í dag - á degi sem á skóladagatali VMA er kallaður Bifröst -  og nemendur mæta því ekki í skólann. Kennarar nýta daginn til þess að ljúka við námsmat núna á miðri haustönn og leggja línur um námið á seinni hluta annarinnar.

Síðan tekur við haust- eða vetrarfrí á morgun föstudaginn 21. október og nk. mánudag, 24. október. Fyrsti vetrardagur er nk. laugardagur, 22. október og því má með sanni segja að um sé að ræða bæði haust- og vetrarfrí.

Hefðum samkvæmt eru þessir frídagar á haustönn kenndir við Ketil flatnef Bjarnarson og Helga magra Eyvindarson. Helgi magri var landnámsmaður Eyjafjarðar og Ketill flatnefur var tengdafaðir hans, faðir Þórunnar hyrnu.

Kennsla hefst aftur í VMA samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október.