Fara í efni  

Bestu lausna leitađ í hársnyrtiiđn

Bestu lausna leitađ í hársnyrtiiđn
Nemendur gera verklegar ćfingar heima.

Ein af ţeim námsbrautum í VMA ţar sem stór hluti námsins er verklegur er hársnyrtiiđn. Ţar eru tveir námshópar, annars vegar nemendur á sjöttu önn, sem eru ađ ljúka námi sínu í vor, og hins vegar nemendur á 2. önn. Hefđbundiđ fjarnám í gegnum tölvur er eilítiđ flóknara fyrir ţessa nemendur en marga ađra vegna mikils vćgis verklegrar kennslu í náminu.

Harpa Birgisdóttir, kennari í hársnyrtiiđn, segir ađ ţessi stađa sé algjörlega ný fyrir sig sem kennara og hún og Hildur Salína Ćvarsdóttir, brautarstjóri og hinn kennarinn í hársnyrtiiđn, hafi veriđ í góđu sambandi viđ nemendur um ađ finna eins góđar leiđir í kennslunni og mögulegt vćri viđ ţessar ađstćđur. Hún segir ađ ţangađ til fyrr í ţessari viku hafi verkleg kennsla nemenda á sjöttu önn fćrst yfir á hársnyrtistofur og ţar hafi nemendur gert verklegar ćfingar og ţreytt próf, eins og ţeir vćru í skólastofu í VMA. Ţađ hafi hins vegar breyst međ hertum reglum um samkomubann og ţar međ lokun hársnyrtistofa. Harpa segir ađ vissulega hafi ţetta sett strik í reikninginn en engu ađ síđur sé engin ástćđa til ađ ćtla annađ en ađ ţessir nemendur ljúki sínu námi í vor eins og áćtlađ hafi veriđ enda sé stađa ţeirra almennt góđ.

Varđandi nemendur í hársnyrtiiđn á 2. önn segir Harpa ađ nú sé lögđ áhersla á bóklegar greinar eins og t.d. iđnfrćđi. Í gćr var Hildur Salína Ćvarsdóttir t.d. međ nemendur í kennslustund í iđnfrćđi í gegnum Google Meet fundakerfiđ. Harpa segir mikilvćgt ađ nýta tímann vel í bóklegar faggreinar, sem unnt sé ađ kenna í fjarkennslu, til ţess ađ meira svigrúm skapist síđar fyrir verklega hlutann. Harpa nefnir ađ nemendur hafi tekiđ heim međ sér "ćfingahausa" til ţess ađ gera margvíslegar ćfingar heima. Hins vegar sé sýnt ađ einhverja verklega ţćtti hjá nemendum á 2. önn ţurfi ađ fćra til nćsta hausts og úr ţví verđi unniđ ţegar ţar ađ kemur. „Almennt hef ég ekki miklar áhyggjur af okkar nemendum í hársnyrtiiđn. Viđ vinnum ađ farsćlum lausnum međ nemendum,“ segir Harpa.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00