Fara í efni

Benedikt Barðason ráðinn aðstoðarskólameistari VMA

Benedikt Barðason, nýr aðstoðarskólameistari VMA
Benedikt Barðason, nýr aðstoðarskólameistari VMA

Benedikt Barðason hefur verið ráðinn aðstoðarskólameistari VMA og hefur þegar hafið störf. Benedikt hefur starfað í VMA til margra ára bæði sem kennari og stjórnandi. Frá árinu 2009 hefur hann verið annar af tveimur áfangastjórum skólans og leysti af aðstoðarskólameistara skólaárið 2011-2012. Þá hefur Benedikt verið einn af þeim sem hefur leitt vinnu við skipulag og þróun nýrra námsbrautarlýsinga í VMA.  Benedikt er efnatæknifræðingur, iðnrekstrarfræðingur og með framhaldsskólaréttindi. Jafnframt hefur hann verið í stjórnunarnámi á meistarastigi við Háskólann á Akureyri. Benedikt er giftur Friðnýju B. Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn. 

Fjórir sóttu um stöðuna, auk Benedikts þau Helgi Geir Sigurgeirsson Kópavogi, Katrín Helgadóttir Akureyri og Íris Jóhannsdóttir Noregi.