Fara í efni  

BB Byggingar gefa byggingadeild ţriggja línu laser

BB Byggingar gefa byggingadeild ţriggja línu laser
Björn Ómar (t.v.) og Helgi Valur, brautarstjóri.

BB Byggingar ehf – byggingaverktaki á Akureyri hefur fćrt byggingadeild VMA ađ gjöf ţriggja línu laser, sem  segja má ađ sé nútíma hallamál og er nú orđiđ allsráđandi hjá húsasmiđum og öđrum iđnađarmönnum.

Björn Ómar Sigurđsson, eigandi og framkvćmdastjóri BB Bygginga, segist líta svo á ađ afar mikilvćgt sé fyrir byggingariđnađinn ađ vera í nánum og góđum tengslum viđ byggingadeild VMA og styđja hana eins og mögulegt sé. Ţessi tengsl vćri ćskilegt ađ auka enn frekar. Til marks um náin tengsl BB Bygginga viđ byggingadeildina má nefna ađ fyrirtćkiđ hefur ađ jafnađi haft í vinnu 1-3 nema í húsasmíđi, núna vinna hjá fyrirtćkinu ţrír nemendur sem eru á fimmtu og síđustu önn í húsasmíđi í VMA og fara í sveinspróf í vor.

Björn Ómar rifjar upp ađ hann hafi fariđ sextán ára gamall í húsasmíđi í VMA áriđ 2006. Ekkert hafi annađ komiđ til greina, enda hafi hann frá ţví hann var smápolli unniđ í smíđum hjá BB Byggingum, sem fađir hans, Sigurđur Björgvin Björnsson, stofnađi áriđ 2001. Áđur var Sigurđur Björgvin framkvćmdastjóri SJS verktaka á Akureyri, sem einmitt byggđi ţá álmu VMA sem hýsir byggingadeild skólans.

Björn Ómar tók sveinspróf áriđ 2009 og hefur síđan veriđ á fullu í hinum ýmsu byggingaframkvćmdum á Akureyri og í nágrannabyggđum. Fyrirtćkiđ hefur m.a. tekiđ ađ sér ýmis verkefni fyrir sveitarfélög og byggt íbúđir fyrir almennan markađ, núna eru BB Byggingar til dćmis međ í byggingu fimmtán íbúđir í Naustahverfi og fjögurra íbúđa rađhús í Síđuhverfi. Og á dögunum undirritađi fyrirtćkiđ samning viđ Akureyrarbć um byggingu sambýlis á mótum Klettaborgar og Dalsbrautar. Ţađ verđur ţví nóg ađ gera á nćstunni hjá BB Byggingum, í sumar verđa um 25 starfsmenn hjá fyrirtćkinu og til viđbótar starfsmenn undirverktaka.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00