Fara í efni  

Bakstur og matreiđsla í fjarnámi

Ţađ liggur í fljótu bragđi ekki í augum uppi hvernig unnt er ađ kenna nemendum í matreiđslu og ţjónustustörfum í fjarnámi en ţá reynir á ađ hugsa hlutina í lausnum og ţađ gerđu kennarar og nemendur á grunndeild matvćlabrautar og nemendur í ţriđja bekk í matreiđslu.

Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvćlabrautar, segir ađ fjarnámiđ sé í raun tvískipt. Í grunndeildinni hafi nemendum veriđ kenndir bóklegir fagáfangar í gegnum Innu og ţađ hafi gengiđ ágćtlega. Í verklega hlutanum hafi veriđ sett upp sem hann kallar virkniverkefni og gengur ţađ út á ađ nemendur hafa fengiđ ţađ verkefni heima ađ annars vegar ađ baka og hins vegar ađ búa til mat ađ eigin vali fyrir fjölskylduna. Stofnađur hafi veriđ fb.hópur nemenda og kennara og ţar setji nemendur inn myndir af bćđi bakstrinum og matreiđslunni og matseđlunum skila nemendur á Innu. Hér má sjá myndir af heimabakstri nemenda sem ţeir settu inn á fb.síđuna.

Um helmingur nemenda í grunndeildinni hafđi lokiđ einnar viku vinnustađanámi sínu á önninni áđur en samkomubann tók gildi en hinum nemendunum verđa fundin ákveđin verkefni í stađinn í fjarnámi.

Eins og komiđ hefur fram er á ţessari önn ţriđji bekkur í matreiđslu. Bóklegir fagáfangar eru kenndir í fjarnámi en verklega hlutanum ţurfti ađ ýta til hliđar ađ svo komnu máli. Ari segir ađ stađa ţessara nemenda sé almennt góđ og eftir sem áđur sé viđ ţađ miđađ ađ ţeir ţreyti sveinspróf í maí nk., ađ ţví gefnu ađ ekki verđi breyting á tímasetningu prófsins.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00