Fara í efni

Axel Flóvent á Backpackers

Axel Flóvent og Rakel Sigurðardóttir.
Axel Flóvent og Rakel Sigurðardóttir.

Ástæða er til að vekja athygli á því að annað kvöld, miðvikudagskvöldið 10. desember, mun hinn bráðefnilegi tónlistarmaður og nemandi á listnámsbraut VMA, Axel Flóvent, spila tónlist sína á Backpackers í Hafnarstræti kl. 21:30 ásamt Rakel Sigurðardóttur, sem syngur og spilar á fiðlu.

Eins og greint hefur verið frá hér á heimasíðunni gerði Axel nýverið útgáfusamning við breskt útgáfufyrirtækið og verður fyrsta lagið hans gefið út í Bretlandi þann 15. desember nk.

Nú gefst gott tækifæri til þess að heyra og sjá Axel flytja tónlistina sína „live“ hér á Akureyri ásamt Rakel Sigurðardóttur.