Fara í efni

Axel Flóvent með tónleika á Akureyri Backpackers í kvöld

Axel Flóvent Davíðsson.
Axel Flóvent Davíðsson.
Axel Flóvent Daðason, nemandi á myndlistarkjörsviði listnámsbrautar VMA, verður með tónleika á Akureyri Backpackers við Hafnarstræti í kvöld kl. 20.30. Axel hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína en hann hefur samið tónlist frá tíu ára aldri.

Axel Flóvent Daðason, nemandi á myndlistarkjörsviði listnámsbrautar VMA, verður með tónleika á Akureyri Backpackers við Hafnarstræti í kvöld kl. 20.30. Axel hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína en hann hefur samið tónlist frá tíu ára aldri.

Axel Flóvent, sem er Húsvíkingur, er sem sagt afar listhneigður og deilir kröftum sínum og áhuga í tvær listgreinar; myndlist og tónlist. Hann er nú á öðru ári í VMA en tók fyrsta framhaldsskólaárið í sínum heimabæ.
Sem fyrr segir byrjaði hann tíu ára gamall að semja tónlist en frá 2009, þegar hann eignaðist eigin upptökubúnað, hefur hann sjálfur tekið upp tónlist sína og nú er hann tilbúinn með efni á geisladisk. Nokkur af lögum Axels er að finna á Youtube – þar á meðal Sea Creature.

Listnámsnemendur í VMA láta heldur betur til sín taka á Backpackers þessa dagana því í síðustu viku var annar nemandi listnámsbrautar, Bjarney Anna Jóhannesdóttir, með tónleika þar og sl. laugardagskvöld voru nemendur listnámsbrautar með ljóða- og myndlistarkvöld á Backpackers ásamt hópi ungra skálda frá Reykjavík.