Fara í efni

Aukin þjónusta við nemendur - fjórar nýjar Chromebook tölvur teknar í notkun

Tvær af fjórum nýjum Chromebook tölvum í VMA.
Tvær af fjórum nýjum Chromebook tölvum í VMA.

VMA hefur fest kaup á fjórum svokölluðum Chromebook tölvum sem nemendur geta fengið lánaðar á bókasafninu til þess að nota í skólanum. Þar með hefur VMA yfir að ráða fimm slíkum tölvum.

Tölvurnar komu í vikunni og eru nú þegar komnar í notkun. Nemendur vinna á þráðlausu neti á tölvurnar og fara inn á sína googlereikninga – geta t.d. unnið í google drive, ritvinnslu eða öðru.

Þessir nemendur fengu aðgang að einni Chromebook tölvunni á bókasafninu í gær til þess að vinna verkefni í íslenskuáfanga (glæpasögur) hjá Kristínu S. Árnadóttur.