Fara í efni

Aukið staðnám í VMA frá 18. janúar

(ENGLISH BELOW)

Frá mánudeginum 18. janúar munu fleiri áfangar vera kenndir á staðnum samkvæmt stundatöflu. Áhersla er lögð á að kalla inn nemendur sem eru í áföngum á fyrsta þrepi og áfanga sem nýnemar sækja. Einnig er horft til þess að fagbóklegir áfangar á verknámsbrautum verði kenndir á staðnum. Allir áfangar í stærðfræði verða í staðnámi. Áfram verða nokkrir áfangar kenndir með rafrænum hætti, aðallega 3. þreps áfangar en líka nokkrir 2. þreps áfangar. Kennarar eiga að láta nemendur vita í hverjum hópi hvort kennslan verður í staðnámi eða áfram með rafrænum hætti. 

Áfangar í staðnámi - listi

Áfangar í fjarnámi/dreifnámi - listi

Athugið að þetta fyrirkomulag á einungis við í næstu viku (18.-22. jan.). Fyrirkomulagið verður síðan endurskoðað í lok næstu viku. Ástæða þess að við förum ekki af stað með alla áfanga á þessum tímapunkti er sú að við viljum sjá hvernig gengur að hafa svona marga nemendur á staðnum. En vonandi getum við haldið okkur svo við staðnám í öllum áföngum alla önnina en það fer allt eftir því hvernig þróun faraldursins verður. Þetta fyrirkomulag getur breyst með stuttum fyrirvara ef sóttvarnareglur breytast. 

  • Hámark fjölda í hverri kennslustofu er 30 manns, það er grímuskylda og leitast er við að hafa eins mikla fjarlægð á milli einstaklinga og hægt er. 

  • Hópamyndun utan kennslustofa er stranglega bönnuð.

  • Nemendur eiga ekki að vera í skólanum ef þeir eiga ekki að vera í kennslustund. 

  • Þeir nemendur sem hafa ekki tækifæri til að fara heim í hádegi eða í eyðum geta verið á bókasafninu eða í Gryfjunni. Þar eru engu að síður fjöldatakmarkanir líka. 

  • Það eru enn um 20% áfanga áfram kenndir með rafrænum hætti. Ef nemendur hafa ekki tækifæri til að fara heim í rafræna kennslustundir þá geta þeir verið með eigin tölvur hér í skólanum og verið á bókasafninu. Ef margir þurfa að nýta bókasafnið munum við finna aðstöðu á öðrum stöðum í skólanum. Minnum á að það er hægt að fá lánaðar fartölvur til að nota á bókasafninu. 

  • Til að staðkennslan gangi vel og innan sóttvarnareglna þurfa nemendur að fara eftir þeim fyrirmælum og reglum sem gilda. Það er forsenda þess að skólastarf gangi upp með þessum hætti. 

  • Nemendur sem fara ekki eftir fyrirmælum verður vísað tímabundið frá mætingu í skólann. 

  • Verið heima ef þið finnið fyrir kvefeinkennum, alls ekki mæta í skólann. 

Mötuneyti 

Matsmiðjan mun hafa opið og hægt verður að kaupa veitingar þar. Fjöldatakmörkun er í Gryfjunni þannig að þar geta ekki verið fleiri en 30 á sama tíma. Nemendur sem eru að borða hafa forgang að Gryfjunni.  

  • Hádegishlé er kl. 12.10-13.00. Æskilegt er að nemendur fari heim í hádeginu. 

  • Tímann á milli kennslustunda á að nota til að fara á milli stofa og taka þátt í sótthreinsun. 

  • Nemendur geta komið með eigið nesti í skólann en geta ekki fengið aðgang að örbylgjuofni eða grilli. Minnum á góða umgengni og að allir bera ábyrgð á því að þrifalegt sé í kringum okkur í skólanum. 

Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta eru ekki kjöraðstæður fyrir skólastarf og áfram er félagslíf nemenda afar takmarkað. Nemendur eiga þakkir skilið fyrir umburðarlyndi og dugnað á þessum tímum, nú þegar við erum að hefja þriðju önnina í Covid-19 ástandi. Við höfum fulla trú á því að við vinnum saman, þannig tekst okkur að vinna við þessar aðstæður. 

- Information in English -

Next week (January 18th-22nd), more courses will be taught at school according to class schedules. The emphasis is on calling in most of the first level courses and courses scheduled for freshmen (nýnemar). We also aim to teach vocationally based courses at school. All mathematics courses will be taught in house.

Courses at school - list

Courses online - list

Note that this plan only applies to next week (18.-22. January) and will be reevaluated at the end of that week. The reason why we are not teaching all courses in house is that at this point in time we want to see how it will work having so many students at school at the same time. 

  • the maximum number of people in each space or classroom  is 30

  • everyone is required to wear a mask

  • everyone should keep an acceptable distance from others, respecting other people’s space

  • forming groups outside the classrooms, in the halls or Gryfjan for example, is not allowed

  • students should not be in the schoolhouse if not attending classes

  • Students who cannot go home during lunch or gaps in schedules are welcome to stay at the library or in Gryfjan. Restrictions still apply within both areas.

  • still about 20% of courses are being taught by on-line means. If students can’t get home for those classes, they should feel free to attend the virtual classes in the library, using their laptops.

  • if too many students are using the library, we will find another room for students to use.

  • students can borrow laptops from the library

  • for classes at school to go well and to stay within the limits set by prevention rules, everyone needs to follow the rules and instructions. That is the only way for school to continue in house.

  • Students who do not follow instructions and/or rules will be temporarily suspended.

  • If you have any flu-like symptoms, please stay at home.

Canteen: Matsmiðjan

  • Lunch break is from 12.10 to 13.00. 

  • Students are urged to go home if possible.

  • Matsmiðjan in Gryfja (school canteen) will be open but only 30 people can be in Gryfjan at the same time. 

  • The interval between classes is meant for going between classrooms and sanitising.

  • Students can bring lunch packs but cannot use the microwave or grill.

  • Please be tidy and remember we are all in this together.