Fara í efni  

Fimmta sýning á Ávaxtakörfunni nk. sunnudag - sala hafin á sjöttu sýninguna 11. mars

Fimmta sýning á Ávaxtakörfunni nk. sunnudag - sala hafin á sjöttu sýninguna 11. mars
Ávaxtakarfan hefur fengiđ frábćrar viđtökur.

Ekki er ofsögum sagt ađ Ávaxtakarfan í uppfćrslu Leikfélags VMA hafi fengiđ frábćrar viđtökur ţeirra sem hafa séđ sýninguna. Um ţetta vitna fjölmargar fb-fćrslur og leikdómur í Vikudegi á dögunum var afar lofsamlegur.

Upphaflega stóđ til ađ fjórar sýningar yrđu á verkinu, tvćr sunnudaginn 11. febrúar og tvćr sl. sunnudag, 18. febrúar, en eftir fyrri sýningarhelgina var vegna mikillar eftirspurnar ákveđiđ ađ bćta viđ aukasýningu sem verđur nk. sunnudag, 25. febrúar, kl. 14 og nú er hafin miđasala á sjöttu sýninguna, sem verđur sunnudaginn 11. mars kl. 14.

Pétur Guđjónsson, leikstjóri Ávaxtakörfunnar, segist vera í sjöunda himni međ ađsóknina og viđtökur áhorfenda. “Ég get ekki annađ, ţetta hefur gengiđ frábćrlega vel og sýningin hefur fengiđ virkilega góđar viđtökur og umtal. Leikararnir skemmta sér vel á sviđinu og ţađ skilar sér til áhorfenda,” segir Pétur.

Í framangreindum leikdómi í Vikudegi 15. febrúar sl., sem Ágúst Ţór Árnason skrifar, segir hann m.a.: “Ţađ fer ekki á millli mála ađ hér hefur veriđ unniđ ţrekvirki af öllum sem hlut eiga ađ máli. Pétur Guđjónsson, sem hefur stýrt sýningum Leikfélags VMA ţrívegis á síđastliđnum sex árum, á sérstakan heiđur skiliđ en samstarfsfólk hans hefur heldur ekki látiđ sitt eftir liggja. …. Ţetta unga fólk getur svo sannarlega veriđ stolt yfir sýningu sem hélt ungum sem öldnum föngnum í nćr tvo klukkutíma.”

Sem fyrr segir verđur fimmta sýning á Ávaxtakörfunni í Menningarhúsinu Hof nk. sunnudag, 25. febrúar kl. 14 og síđast ţegar vitađ var voru örfá sćti eftir á ţá sýningu. Nú ţegar er hafin sala á sjöttu sýninguna ţann 11. mars. Miđasalan er á mak.is


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00