Fara í efni

Aukasýning á Ávaxtakörfunni 25. febrúar - miðasala á mak.is

Aukasýning á Ávaxtakörfunni verður 25. febrúar nk.
Aukasýning á Ávaxtakörfunni verður 25. febrúar nk.
Ávaxtakarfan í uppfærslu Leikfélags VMA hefur fengið frábærar viðtökur og er mikil ásókn í miða. Settar höfðu verið upp fjórar sýningar á leikritinu - þ.e. tvær sl. sunnudag og aðrar tvær nk. sunnudag en nú hefur verið ákveðið að bæta við einni sýningu - þeirri allra síðustu - sunnudaginn 25. febrúar kl. 14:00.
Miðasala er í fullum gangi á sýningarnar nk. sunnudag kl. 14 og 17 og er miðunum á þær farið að fækka. Einnig er hafin sala miða á aukasýninguna 25. febrúar kl. 14 á mak.is 
Látið ekki happ úr hendi sleppa, miðarnir rjúka út!