Fara í efni  

Auđur Ösp međ ţriđjudagsfyrirlestur

Auđur Ösp međ ţriđjudagsfyrirlestur
Auđur Ösp Guđmundsdóttir.

Frá ţví í haust hafa ţriđjudagsfyrirlestrar veriđ á dagskrá í Ketilhúsinu en ţeir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Hlé varđ á fyrirlestrunum í desember en nú verđur ţráđurinn tekinn upp aftur og í dag, ţriđjudaginn 29. janúar kl. 17-17.30, er komiđ ađ fyrsta fyrirlestrinum á ţessu ári. Hann heldur Auđur Ösp Guđmundsdóttir, vöru- og leikmyndahönnuđur, og er yfirskriftin „Og mig sem dreymdi alltaf um ađ verđa uppfinningamađur.“ Í fyrirlestrinum segir Auđur Ösp frá námsárum sínum í Listaháskóla Íslands, ólíkum verkefnum sem falla undir vöruhönnun og vinnu sinni hjá Leikfélagi Akureyrar og viđ sýninguna Kabarett en sýningum á ţessari vinsćlu uppfćrslu fer nú senn ađ ljúka.

Auđur Ösp Guđmundsdóttir útskrifađist međ BA-próf í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands áriđ 2010. Síđan hefur hún starfađ sem vöru- og upplifunarhönnuđur auk ţess ađ annast sýningarhönnun fyrir Spark hönnunargallerí og Hönnunarsafn Íslands. Frá ţví sl. haust hefur hún starfađ hjá Leikfélagi Akureyrar viđ búninga- og leikmyndahönnun fyrir uppfćrslu á söngleiknum Kabarett.

Áfram verđur haldiđ međ ţriđjudagsfyrirlestrana á hverjum ţriđjudegi fram í mars nk. Upplýsingar um fyrirlestrana verđa hér á heimasíđu VMA.

Vert er ađ undirstrika ađ sem fyrr er ókeypis á fyrirlestrana og eru allir velkomnir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00