Fara í efni  

Atvinnumađur í Helsingborg

Atvinnumađur í Helsingborg
Daníel Hafsteinsson í búningi Helsingborgs IF.

Daníel Hafsteinsson brautskráđist sem stúdent af íţrótta- og lýđheilsubraut VMA á síđasta ári. Síđustu mánuđina hefur hann einbeitt sér ađ ţví ađ spila fótbolta sem hefur boriđ ţann ávöxt ađ hann er nú orđinn atvinnumađur í knattspyrnu hjá einu af stóru félögunum í Svíţjóđ, Helsingborgs IF.

Daníel hefur spilađ fótbolta međ KA frá barnćsku og eins og gjarnan er međ unga og áhugasama knattspyrnukrakka dreymdi hann um ađ fara í atvinnumennsku einn góđan veđurdag. Ţađ var ţó ekki annađ en draumur. Takmark hans var ţó öđru fremur ađ vinna sér sćti í meistaraflokksliđi KA, sem spilar sem kunnugt er í Pepsídeildinni, og spila ţar eins vel og mögulegt vćri. Síđustu tvö ár hefur Daníel veriđ í hópi bestu leikmanna KA, ţó ungur sé ađ árum, fćddur 1999, og hann neitar ţví ekki ađ gott gengi hans međ KA-liđinu hafi ýtt undir ţann gamla draum ađ fara í atvinnumennsku. Og ţađ rćttist sem sagt í sumar ţegar hann gerđi ţriggja og hálfs árs samning viđ sćnska stórliđiđ Helsingborgs IF í Helsingborg.

Og núna nokkrum vikum síđar er Daníel ađ byrja ađ fóta sig í nýju umhverfi og hann telur engan vafa á ţví ađ hann hafi valiđ rétt ađ fara til ţessa sćnska stórklúbbs

„Ég hef veriđ í tćpa tvo mánuđi í Helsingborg. Munurinn á Íslandi og Svíţjóđ er töluverđur og ég hef smám saman veriđ ađ fóta mig betur í nýju umhverfi. Ţetta byrjađi reyndar svolítiđ skringilega ţví ţjálfarinn, Henrik Larsson, hćtti um ţađ leyti sem ég kom út. Ađstođarţjálfarinn tók tímabundiđ viđ en nú er búiđ ađ ráđa nýjan ţjálfara, Olof Mellberg,“ segir Daníel sem hafđi ekki náđ ađ hitta Mellberg áđur en hann kom til landsins vegna landsleikja U-21 landsliđsins viđ Luxemborg og Armeníu fyrr í ţessari viku. Daníel fór aftur út til Svíţjóđar í gćr og vćntanlega hittir hann nýja ţjálfarann á ćfingu í dag.

Olof Mellberg er tvímćlalaust einn af ţekktari knattspyrnumönnum Svía. Hann var lengi fyrirliđi sćnska landsliđsins og međ ţví spilađi hann tvívegis í lokakeppni HM og fjórum sinnum á EM. Hann spilađ m.a. međ Aston Villa á Englandi, Juventus á Ítalíu og Olympiacos á Grikklandi.

„Ég er smám ađ komast inn í ţetta og nú er verkefniđ ađ vinna mér sćti í hópnum og komast í liđiđ. Ég hef ţegar spilađ einn bikarleik og komiđ inn á í ţremur leikjum. Ég horfi til framtíđar í ţessum efnum. Ţessari leiktíđ lýkur í byrjun nóvember og síđan taka viđ einhverjar ćfingar í nóvember, í desember verđur frí en ćfingarnar hefjast aftur í janúar og deildin hefst aftur í apríl. Liđinu hefur ekki gengiđ nógu vel ađ undanförnu, ţađ er núna í tíunda sćti af sextán í Allsvenskan, en mér finnst mér hafa gengiđ bćrilega í ţeim leikjum sem ég komiđ inn á,“ segir Daníel.

Stćrsti munurinn á knattspyrnunni á Íslandi og í Svíţjóđ segir Daníel ađ sé fyrst og fremst meiri ćfingar í Svíţjóđ, enda um ađ rćđa atvinnumennsku. Til ţessa hefur hann búiđ einn ytra en nú hefur unnusta Daníels flutt út til Helsingborgar.

„Ég kom til liđsins á miđju tímabili og ţví er ćfingaálagiđ ekki eins mikiđ og á undirbúningstímabilinu. Ég mćti klukkan 08:15 í morgunmat í klúbbhúsinu og síđan gerum viđ einhverjar ćfingar í líkamsrćktinni áđur en hin eiginlega fótboltaćfing hefst kl. 10:15. Um klukkan tólf er ćfingin búin en stundum er líka ćft í rćktinni eftir hádegi."

Auk ţess ađ hafa spilađ fjölda meistaraflokksleikja međ KA hefur Daníel spilađ međ yngri landsliđum Íslands og var sem fyrr segir í landsliđshópi U-21 landsliđsins sem spilađi tvo leiki á dögunum í Reykjavík, fyrri leikinn gegn Luxemborg vann liđiđ 3-0 og seinni leikinn viđ Armeníu vann ţađ 6-1. Daníel spilađi allan fyrri leikinn en var ónotađur varamađur í seinni leiknum. „Í leiknum viđ Armeníu breytti ţjálfarinn um taktík og ţá fengu ónotađir varamenn úr fyrri leiknum ađ spila. Auđvitađ vill mađur alltaf byrja leiki en ég er bara sáttur viđ ţann spilatíma sem ég fékk í ţessum leikjum. Nćsti leikur U-21 liđsins verđur gegn Svíum 12. október og hann verđur einmitt spilađur í Helsinborg á heimavelli Helsingborgs IF,“ segir Daníel.

„Auđvitađ eru ţađ töluverđ viđbrigđi ađ hafa fótboltann ađ atvinnu. Ţađ tekur smá tíma ađ átta sig á ţví í hvađa stöđu mađur er. Líklega hef ég átt ţennan draum síđan ég var átta til tíu ára gamall. En hugsun mín var fyrst og fremst sú ađ verđa betri og komast í KA-liđiđ. En síđustu tvö árin hef ég stefnt ađ ţessu. Helsingborgs IF er risaklúbbur og ég er mjög ánćgđur međ ţá ákvörđun ađ hafa valiđ hann. Ţetta er tvímćlalaust einn af stćrri klúbbunum í Svíţjóđ og íslenskum knattspyrnumönnum sem hafa veriđ hér hefur vegnađ vel,“ segir Daníel Hafsteinsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00