Fara í efni

Átak til endurnýjunar tækja

Hjalti skólameistari og málmsmíðabraut
Hjalti skólameistari og málmsmíðabraut
Um þessar mundir stendur yfir átak til endurnýjunar á tækjum á sviði málm- og véltæknigreina í VMA. Minnkandi rekstrarframlag til skólans og áralöng hagræðing í rekstri hafa komið hart niður á tækjakaupum til skólans. Í tilefni af því að VMA verður 30 ára á næsta ári er verið að leita til fyrirtækja og hagsmunaðila á þessu sviði í því skyni að safna upphæð til kaupa á m.a. svokölluðum CNC tölvustýrðum rennibekk og fræsara á málsmíðabraut auk ýmissa véla og búnaðar til kennslu í vélfræði og kælitækni.

Um þessar mundir stendur yfir átak til endurnýjunar á tækjum á sviði málm- og véltæknigreina í VMA. Minnkandi rekstrarframlag til skólans og áralöng hagræðing í rekstri hafa komið hart niður á tækjakaupum til skólans. Í tilefni af því að VMA verður 30 ára á næsta ári er verið að leita til fyrirtækja og hagsmunaðila á þessu sviði í því skyni að safna upphæð til kaupa á m.a. svokölluðum CNC tölvustýrðum rennibekk og fræsara á málsmíðabraut auk ýmissa véla og búnaðar til kennslu í vélfræði og kælitækni. Til þess að geta búið nemendur sína betur undir þátttöku í atvinnulífinu er brýnt að skólinn haldi í við þróun í þeim tæknigreinum sem hann býður upp á nám í. Vonir standa til að með samstilltu átaki skóla og atvinnulífs verði unnt að bæta úr á næstu árum.

Á myndinni, sem Hilmar Friðjónsson tók, má sjá Hjalta Jón Sveinsson skólameistara með nokkrum nemendum inni á málmsmíðadeild við eina af elstu vélum skólans sem er meira en hálfrar aldar gömul.