Fara í efni

Ásthildur bæjarstjóri í heimsókn í VMA

Frá v.: Ásthildur, Agnes, Ester María og Bragi.
Frá v.: Ásthildur, Agnes, Ester María og Bragi.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, sóttu VMA heim í dag og kynntu sér starfsemi skólans. Fóru þær um skólann og fræddust af bæði kennurum og nemendum um starfsemi hans og hlutverk í nærsamfélaginu. Eftir að hafa gengið um skólann var sest niður á matvælabraut og veitinga notið sem nemendur á brautinni töfruðu fram.
 
Hér má sjá myndir sem voru teknar af þessu tilefni. 
 
Ásthildi og Huldu Sif er þakkað kærlega fyrir að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi VMA.