Fara í efni  

Árshátíđ VMA 15. mars - forsala ađgöngumiđa í Gryfjunni

Ţá er vetrarfrí ađ baki og heilmikiđ um ađ vera framundan í skólalífinu. Einn af hápunktum félagslífsins á hverjum vetri verđur nk. föstudagskvöld, 15. mars, ţegar árshátíđ VMA verđur haldin í íţróttahúsi Síđuskóla. Ţetta er ţriđja áriđ sem árshátíđin er haldin í ţessum sal, sem hefur gefist ljómandi vel.

Ţađ er ađ vonum heilmikiđ mál ađ halda utan um skipulagningu slíkrar hátíđar og hún hefur fyrst og fremst veriđ í höndum stjórnar nemendafélagsins Ţórdunu. Eyţór Dađi Eyţórsson, formađur Ţórdunu, segir ađ undirbúningshópurinn fái afnot af húsnćđinu kl. 15 á fimmtudag og ţá taki viđ mikil vinna viđ ađ standsetja húsiđ fyrir herlegheitin ađ kvöldi föstudags. Húsiđ verđur opnađ kl. 18:30 en borđhaldiđ hefst kl. 19:00. Ađ árshátíđ lokinni ţarf vaskur hópur fólks ađ taka til hendinni ţví húsiđ ţarf ađ vera til reiđu fyrir íţróttaćfingar á laugardag.

Sem fyrr verđur heilmikiđ lagt í árshátíđina og fjöldi skemmtikrafta stígur á stokk: DJ Sveinbjörn (sem er nemandi í VMA, rappteymiđ Sprite Zero Klan, músíktvíeykiđ ClubDub (Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónasson) og Magni Ásgeirsson og Erna Hrönn og hljómsveit.

Kynnar verđa fjölmiđlafólkiđ Sigurđur Ţorri Gunnarson og Valdís (Vala) Eiríks, sem bćđi eru fyrrverandi nemendur í VMA.

Dansleikur hefst kl. 23:00 og verđur hćgt ađ kaupa miđa á hann viđ innganginn. Nemendur 10. bekkjar grunnskóla eru velkomnir á balliđ.

Sala ađgöngumiđa á árshátíđina hófst í síđustu viku í Gryfjunni og hún verđur ţar í dag, á morgun og miđvikudag frá kl. 08:15 til 16:10 og frá 08:15 til 14:00 nk. fimmtudag. Fullt verđ ađgöngumiđa á árshátíđina – matur (sem kemur frá veitingahúsinu Bautanum), skemmtiatriđi og dansleikur – er kr. 8.900 en miđinn kostar kr. 5.900 fyrir félaga í nemendafélaginu Ţórdunu. Á dansleikinn kostar miđinn kr. 3.000 en kr. 2.500 ef hann er keyptur í forsölu í Gryfjunni gegn framvísun skólaskírteinis.

Vert er ađ undirstrika ađ árshátíđ VMA er vímulaus skemmtun.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00