Fara efni  

rsht VMA kvld

rsht VMA  kvld
rsht VMA verur rttahllinni Akureyri.
rsht VMA verur haldin kvld rttahllinni Akureyri. Hsi verur opna kl. 19.00 og borhald hefst kl. 19.30. A vanda verur rshtin hin glsilegasta og verur engu til spara. ema kvldsins verur skarsverlaunahtin, sem einmitt var haldin Hollywood afararntt sl. mnudags. gr hfu um 430 miar veri seldir borhaldi kvld, en unnt er a kaupa mia vi innganginn balli kvld.

Árshátíð VMA verður haldin í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 19.30. Að vanda verður hátíðin hin glæsilegasta og verður í engu til sparað. Þema kvöldsins verður Óskarsverðlaunahátíðin, sem einmitt var haldin í Hollywood aðfararnótt sl. mánudags. Í gær höfðu um 430 miðar verið seldir á borðhaldið í kvöld, en unnt er að kaupa miða við innganginn á ballið í kvöld.

Eins og fram hefur komið verða þeir „hamborgarabræður“, Simmi og Jói, veislustjórar kvöldsins. Páll Óskar mætir í öllu sínu veldi og heldur uppi fjörinu á dansgólfinu ásamt Tiny og Stony. Á meðan á borðhaldi stendur verður skemmtidagskrá þar sem m.a. verður boðið upp á tónlistaratriði, þar á meðal þrjú efstu sætin í Söngkeppni VMA, einnig kemur fram hljómsveitin For Color Blind People og þá verður sýnt myndband, sem Yggdrasil - Leikfélag VMA - hefur unnið, en þar verða kennarar skólans m.a. sýndir í spéspegli. Flutt verða ávörp og margt fleira.

Sem fyrr segir verður hægt að kaupa miða á dansleikinn að loknu borðhaldi við innganginn í Íþróttahöllinni í kvöld – frá kl. 23, en ballið stendur til kl. 02. Miðaverð fyrir félaga í nemendafélögum VMA og MA kr. 1500 en 2000 kr. fyrir aðra.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.