Fara í efni  

Ársfundur SAMNOR - samstarfsvettvangur framhaldsskólanna á NA-landi

Samráđsfundur um norđlensk skólamál

Ársfundur framhaldskólanna á Norđausturlandi, SAMNOR, var helgađur samfellu skólastiga. Til fundarins var bođiđ fulltrúum sveitarfélaga á svćđinu, stjórnendum grunnskóla og símenntunarmiđstöđva. Inngangserindi voru haldin um efniđ frá sjónarhóli grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og símenntunarmiđstöđva. Síđan var pallborđ međ ţátttöku fyrirlesara. Fundurinn tókst mjög vel og voru ţátttakendur sammála um ađ á ţessu svćđi vćru einstakar ađstćđur til nýbreytni í samstarfi skólastiga.

Rćtt var um sveigjanleg skólaskil grunn- og framhaldsskóla, ađ nemendur gćtu hafiđ nám í einstökum greinum fyrir útskrift úr grunnskóla eđa lokiđ útskrift fyrir lok 10. bekkjar. Einnig var rćtt um námsmat og hvađa upplýsingar fćlust í ţeim. Á mörkum háskóla og framhaldsskóla var rćtt um innihald stúdentsprófsins og ţann mikla sveigjanleika sem er í framhaldsskólanum til undirbúnings undir háskólanám eftir gildistöku nýrrar námskrár og velt fyrir sér hvađa kröfur ţađ leggur á háskóla um ađ skilgreina ţarfir um nám fyrir háskóla. Rćtt var um samstarf framhaldsskóla og símenntunarmiđstöđva, raunfćrnimat, ađlögun brotthvarfsnemenda ađ námi og sértćkt nám í tengslum viđ atvinnumarkađinn.

Rćdd voru samstarfsverkefni sem ţegar eru í gangi á milli skóla og skólastiga og mikill áhugi kom fram um frekari samvinnu um breytingar og ţróun í samstarfi á svćđinu. Umrćđan bar ţađ međ sér ađ hér var veriđ ađ hefja samtal sem mun áreiđanlega hafa áhrif á ţróun skólamála á svćđinu.

Framhaldskólarnir í SAMNOR eru: Framhaldskólinn á Húsavík, Framhaldskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri,  Menntaskólinn á Tröllaskaga og Verkmenntaskólinn á Akureyri.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00