Fara í efni

Arna sýnir í Listasafninu á Akureyri

Arna Valsdóttir, kennari og myndlistarmaður.
Arna Valsdóttir, kennari og myndlistarmaður.
Arna Valsdóttir, kennari við listnámsbraut VMA, opnaði sýninguna Local Fact - Staðreynd í Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku sl. laugardag. Á sýningunni eru sjö vídeóverk – eitt þeirra er glóðvolgt og unnið fyrir rými Listasafnsins. Í því tvinnar Arna saman gamla tímann og nútímann í mjólkurvinnslu á Akureyri en sem kunnugt er var Mjólkursamlag KEA þar sem nú er Listasafnið á Akureyri og starfaði Arna um tíma í Mjólkursamlaginu, bæði við Kaupvangsstræti og í núverandi vinnslu MS Akureyri.

Arna Valsdóttir, kennari við listnámsbraut VMA, opnaði sýninguna Local Fact - Staðreynd í Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku sl. laugardag. Á sýningunni eru sjö vídeóverk – eitt þeirra er glóðvolgt og unnið fyrir rými Listasafnsins. Í því tvinnar Arna saman gamla tímann og nútímann í mjólkurvinnslu á Akureyri en sem kunnugt er var Mjólkursamlag KEA þar sem nú er Listasafnið á Akureyri og starfaði Arna um tíma í Mjólkursamlaginu, bæði við Kaupvangsstræti og í núverandi vinnslu MS Akureyri.

Frá 2008 hefur Arna sýnt fimm vídeóverk þar sem hún leikur sér á ýmsan hátt með hugtakið „staðreynd“ og sýnir hún þau öll í Listasafninu. Til viðbótar er á sýningunni verk sem Arna gerði á námsárunum í Hollandi, en hún útskrifaðist frá Jan Van Eyck Akademie í Maastricht árið 1989, fyrir aldarfjórðungi.

Arna segist mjög ánægð með sýninguna þegar upp er staðið. Um tíma hafi hún efast um að vel færi á því að hafa slík verk saman í einu sýningarrýmni, þar sem mögulega myndi hljóðsetning hvers verks ekki skila sér nægilega vel. En sá ótti hafi verið ástæðulaus og segist Arna vera sátt við útkomuna. „Það er að sjálfsögðu gríðarleg vinna að vinna slíka sýningu, að baki henni er meira handverk en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ég naut hjálpar fjölmargra við að koma þessu heim og saman og fyrir það vil ég þakka, ekki síst starfsfólki Listasafnsins sem var mér afar hjálplegt við uppsetningu sýningarinnar,“ segir Arna.

Í tengslum við sýninguna kom út bók um verkin á sýningunni og listsköpun Örnu. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, skrifar inngang en nafni hans, Hlynur Helgason listfræðingur, skrifar texta bókarinnar. Um hönnun hennar sá Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir.